Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 19. júní 2019 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Woodward ekki sagður hrifinn af ráðleggingu Sir Alex
Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Leicester, og Steve Walsh.
Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Leicester, og Steve Walsh.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, sem stýrði Manchester United frá 1986 til 2013 með mögnuðum árangri, hefur hvatt félagið að ráða Steve Walsh í ráðgjafahlutverk.

United er að ráðast í breytingar á leikmannamálum sínum og vill Sir Alex að Walsh komi til starfa hjá félaginu.

Eftir því sem Sky Sports kemst hins vegar næst þá er Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, ekki sammála ráðleggingum Sir Alex. Hann vill fá fyrrum leikmann United í starfið, en Darren Fletcher og Rio Ferdinand hafa verið orðaðir við það.

Hinn 54 ára gamli Walsh var yfirmaður leikmannamála hjá Leicester þegar félagið varð Englandsmeistari 2016. Hann fékk leikmenn eins og N'Golo Kante og Riyhad Mahrez til Leicester.

Hann starfaði síðast sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton. Þar gekk honum ekki eins vel og hjá Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner