Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Reynir S. vann KV í mögnuðum fótboltaleik
Fufura skoraði tvö.
Fufura skoraði tvö.
Mynd: Reynir Sandgerði
KV 3 - 4 Reynir S.
1-0 Gunnar Helgi Steindórsson ('25)
1-1 Magnús Magnússon ('45)
1-2 Elton Renato Livramento Barros ('47, víti)
2-2 Gauti Þorvarðarson ('69)
3-2 Gauti Þorvarðarson ('80)
3-3 Elton Renato Livramento Barros ('88)
3-4 Hörður Sveinsson ('93)

Það var boðið upp á alvöru fótboltaleik í 3. deild karla í kvöld þegar KV tók á móti Reyni Sandgerði.

Í spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar er KV spáð toppsæti deildarinnar og þeir náðu forystunni á 25. mínútu þegar Gunnar Helgi Steindórsson skoraði. Reyni er spáð fjórða sæti og þeim tókst að jafna fyrir leikhlé með marki Magnúsar Magnússonar.

Staðan 1-1 í hálfleik, en Reynir komst yfir snemma í seinni með marki úr vítaspyrnu. Var það Elton Renato Livramento Barros, betur þekktur sem Fufura, sem skoraði úr spyrnunni.

Gauti Þorvarðarson kom nýverið til KV frá Reyni og hann skoraði tvö mörk með nokkuð stuttu millibili til að koma KV aftur yfir, í 3-2. Það voru miklar sviptingar í þessum leik og gestirnir gáfust ekki upp. Fufura jafnaði á 88. mínútu og í uppbótartímanum skoraði hinn þaulreyndi Hörður Sveinsson sigurmark gestana úr Sandgerði. Mikil dramatík, það er ljóst.

Alvöru leikur í Vesturbænum í kvöld og nokkuð óvænt úrslit. Fyrsta umferðin í 3. deild klárast á morgun með þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner