Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ingi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnþór Ingi Kristinsson.
Arnþór Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho býður Manchester United í heimsókn í kvöld.
Jose Mourinho býður Manchester United í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Everton vinnur Liverpool samkvæmt spá Arnþórs.
Everton vinnur Liverpool samkvæmt spá Arnþórs.
Mynd: Getty Images
Eftir rúmlega þriggja mánaða pásu er loksins komi að því að næsti spámaður spreyti sig á leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Auðunn Blöndal var með sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í mars og hann jafnaði um leið besta árangur vetrarins.

Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður KR, spáir í spilin að þessu sinni. Arnþór Ingi var í sigurliði KR gegn Val um síðustu helgi en hann verður í eldlínunni gegn HK annað kvöld.



Norwich 0 - 1 Southampton (17:00 í kvöld)
Norwich hafa ekkert mikið vera að vinna fótboltaleiki á þessu tímabili, held þeir fari ekki að byrja á því núna. Fínt að tryggja þá bara niður sem fyrst.

Tottenham 2 - 2 Manchester United (19:15 í kvöld)
Þetta verður steindautt jafntefli þar sem öll mörkin koma á seinustu 20 mín leiksins. Man U verður samt með hærra xG í leiknum.

Watford 0 - 2 Leicester (11:30 á morgun)
Þetta verður auðveldur sigur fyrir Leicester. Þeir eiga eftir að skora tiltölulega snemma í leiknum og vörnin siglir þessu síðan þægilega heim eins og þeim er lagið. Vardy potar svo sennilega einu inn í lokin.

Brighton 2 - 1 Arsenal (14:00 á morgun)
Ég held því miður fyrir Arsenal menn að þeir eigi ekki eftir að vinna mikið af leikjum það sem eftir er af tímabilinu. Þeir vinna kannski Norwich og svo Watford í æsispennandi lokaleik þar sem þeir senda Watford niður. Það verður mikill pirringur í Arsenal í þessum leik og Brighton tekur þetta.

West Ham 2 - 3 Wolves (16:30 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur þar sem Traoré skorar þrennu og Snodgrass skorar tvennu. Það er gífurlegt stress í West Ham mönnum í þessari fallbaráttu.

Bournemouth 0 - 2 Crystal Palace (18:45 á morgun)
Ég veit ekkert hvað ég á að segja um þennan leik nema að ég vona bara að Bournemouth tapi. Sem er kannski ljótt að segja, þannig ég vona bara frekar að Crystal Palace vinni.

Newcastle 0 - 0 Sheffield Utd (13:00 á sunnudag)
Þetta verður actually steindautt jafntefli og ekkert meira um það að segja held ég.

Aston Villa 4 - 2 Chelsea (15:15 á sunnudag)
Þetta verður gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Villa menn og þeirra stærsta skref í að halda sér í deildinni. Það hjálpar þeim að þetta sé heimaleikur, en þeir eru aldrei að fara halda hreinu því miður.

Everton 2 - 1 Liverpool (18:00 á sunnudag)
Liverpool voru farnir að hiksta svolítið fyrir pásuna og ég held það haldi áfram, svona til þess að halda smá lífi í deildinni aðeins lengur. Gauji Carra verður alveg brjálaður yfir úrslitunum og gengur berserksgang í Hamraborginni á sunnudagskvöldið. Gylfi skorar ekki en leggur upp.

Man City 4 - 0 Burnley (19:00 á mánudag)
Þetta verður ekki flókinn leikur. City minnka bilið í 19 stig, en það verður að teljast ólíklegt að það hafi einhver áhrif á Liverpool menn.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Arnþór Ingi Kristinsson 6 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner