fös 19. júní 2020 09:10
Magnús Már Einarsson
Arsenal og Man Utd vilja Under
Powerade
Cengiz Under fagnar marki.
Cengiz Under fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn. BBC tók pakkann saman.



Umboðsmaður David Luiz (33) segir að hann muni gera nýjan samning við Arsenal í næstu viku. Luiz verður samningslaus 30. júní. (Talksport)

Luiz vill fá tveggja ára samning hjá Arsenal en félagið vill einungis framlengja samning hans um eitt ár. (Mail)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi mögulega ekki peninginn sem þarf til að framlengja við Luz. Arteta segir einnig að Mesut Özil (31) sé ekki tilbúinn í að spila. (Times)

Chelsea er tilbúið að selja N'Golo Kante (29) til að fá pening í kassann eftir kaup á Timo Werner (24) frá RB Leipzig. (Times)

Vonir Chelsea um að fá Kai Havertz (21) frá Bayer Leverkusen hafa aukist eftir að Bayern Munchen og Real Madrid duttu út úr baráttunni. (Express)

Bayer Leverkusen vill fá í kringum 90 milljónir punda fyrir Havertz. Ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti gæti Havertz verið falur fyrir nálægt 70 milljónir punda. (Football. London)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell (23) þurfi ekki að fara annað til að ná lengra. Chilwell hefur verið orðaður við Chelsea. (Guardian)

Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, segist hafa heimildir fyrir því að Paul Pogba (27) vilji vera áfram á Old Trafford. (Express)

Inter er í viðræðum við Manchester United um að halda Alexis Sanchez (31) áfram á láni á næsta tímabili. (Sky Italia)

Arsenal og Manchester United hafa bæði áhuga á Cengiz Under (22) kantmanni Roma en hann kostar 27 milljónir punda. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner