Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júní 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
David Luiz búinn að spila sinn síðasta leik með Arsenal?
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að David Luiz gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Luiz verður samningslaus í lok mánaðarins og Arteta vill halda honum hjá félaginu.

Óvíst er hins vegar hvort Luiz geri nýjan samning þar sem kórónaveiran hefur haft áhrif á fjárhag Arsenal.

Aðspurður hvort Luiz hafi spilað sinn síðasta leik með Arsenal sagði Arteta: „Ég veit það ekki. Hann er mjög opinn, hann er leiðtogi og ég vissi að hann myndi tala fyrir framan alla."

Arteta vísaði þar í ummæli Luiz eftir 3-0 tapið gegn Manchester City en þá tók hann ábyrgð á tapinu og sagðist vonast til að geta gert nýjan samning við félagið.

„Þið heyrðuð hvað hann sagði og hann var mjög opinn við okkur líkka. Það er það sem við kunnum að meta hjá honum. Við þurfum að vera sanngjarnir í hans garð."

„Ég ætla persónulega að verja hann því að ég hef trú á honum. Hann hefur sýnt mér ýmislegt á tíma mínum hér og ferill hans talar sínu máli."

„.Við getum ekki gleymt fjárhagslegu hliðinni. Covid-19 hefur haft áhrif á öll félög og fjárhaginn í heild."


Sjá einnig:
Carragher: Luiz á enga framtíð hjá Arsenal
Arteta: Luiz er hreinskilinn
David Luiz: Þetta var mér að kenna
Luiz efstur í þremur vondum tölfræðiþáttum
Athugasemdir
banner
banner
banner