Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júní 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að heimavöllurinn verði ríkjandi"
Opnunarleikur Þórs og Grindavíkur klukkan 18:00
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst Lengjudeild karla með þremur leikjum. Opnunarleikur deildarinnar er á Akureyri þar sem Þór tekur á móti Grindavík í stórleik.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var í viðtali við vefsíðu Þórs fyrir leik kvöldsins.

„Stemningin er nokkuð góð. Við tókum dag í sleikja sárin eftir bikarleikinn á Húsavík, hann fór ekki alveg eins og við settum hann upp. Ég held að menn séu klárir í að taka á móti Grindvíkingum," sagði Palli.

Þór vann Völsung í vítaspyrnukeppni í Mjólkurbikarnum um síðustu helgi. Páll Viðar var ekki nægilega sáttur með þann leik og segir hann: „Við þurfum að vera einbeittari varnarlega og passa markið okkar betur, að tvær eða þrjár tilraunir þýði ekki tvö mörk."

„Það eru mjög góð lið í þessari deild og ef við ætlum að leyfa okkur að hleypa þessu upp í útsölumörk þá verðum við í vandræðum. Við þurfum að vera rúmlega til í hlutina strax í fyrsta leik því þetta er spilað þétt."

„Ég held að þetta verði jafnari en oft áður. Þetta er vítt og dreift um landið og ég held að heimavöllurinn verði ríkjandi í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Svona er spáin fyrir Lengjudeild karla - Hlustaðu á upphitunarþáttinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner