fös 19. júní 2020 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Engin spurning í framtíðinni að þeir munu vinna saman"
Robbie Keane í viðtali við Tómas Þór á Síminn Sport
Eftir leikinn.
Eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
Pogba og Bruno Fernandes.
Pogba og Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Robbie Keane, fyrrum sóknarmaður Tottenham, var í spjalli við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport eftir 1-1 jafntefli Tottenham og Manchester United í kvöld.

Hann var einnig í spjalli fyrir leikinn þar sem hann ítrekaði það hvað leikurinn væri mikilvægur fyrir Spurs upp á Meistaradeildarbaráttuna að gera.

„Á heildina litið var Manchester United líklega betra liðið á vellinum," sagði Keane.

Jose Mourinho var með sitt lið aftarlega á vellinum og beitti skyndisóknum. „Hann hefur ekki unnið hluti bara af því að hann er varnarsinnaður stjóri, þú verður líka að skora mörk. En í dag, þegar þú ert með leikmenn sem eru að koma til baka úr erfiðum meiðslum, þá er erfitt að vera með þá í skyndisóknarbolta. Það virkaði ekki því leikmennirnir hafa ekki spilað lengi."

Keane segir að skiptingarnar hjá Manchester United hafi virkað vel og hreifst hann sérstaklega af frammistöðu Paul Pogba sem kom mjög öflugur inn í leikinn.

„Pogba kom inn á og hann gerði gæfumuninn, hann og Fernandes þó að Fernandes hafi ekki spilað sinn besta leik. Hann gerði margt vel samt sem áður."

„Pogba getur spilað á tveggja manna miðju með Fernandes þar fyrir framan. Þú getur líka spilað með einn varnarsinnaðan miðjumann. Pogba vill fara fram völlinn og sendingarnar hans eru ótrúlegar. Þeir geta klárlega spilað saman því góðir leikmenn geta spilað saman. Þegar þú ert á sömu bylgjulengd er það mjög auðvelt. Pogba byrjaði ekki í dag því hann hefur verið mikið í meiðslum."

„Það er engin spurning í framtíðinni að þeir (Pogba og Fernandes) munu vinna saman á miðjunni."

Viðtalið við Keane er í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner