Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júní 2020 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fernandes bjargaði stigi með víti sem Pogba fiskaði
Bruno Fernandes og Pogba.
Bruno Fernandes og Pogba.
Mynd: Getty Images
Bergwijn skoraði fyrir Tottenham.
Bergwijn skoraði fyrir Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 Manchester Utd
1-0 Steven Bergwijn ('27 )
1-1 Bruno Fernandes ('81 , víti)

Tottenham og Manchester United skildu jöfn þegar liðin mættust í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í London fyrir luktum dyrum.

Manchester United hélt boltanum betur í fyrri hálfleik og heilt yfir í leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum á meðan heimamenn voru þéttir fyrir og sóttu hratt þegar tækifæri gáfust.

Það var Tottenham sem komst yfir eftir 27 mínútur þegar Hollendingurinn Steven Bergwijn skoraði. Bergwijn fór illa með dýrasta varnarmann sögunnar, Harry Maguire, og skildi hann eftir í rykinu. Hann átti svo skot sem var tiltölulega beint á David de Gea, en Spánverjinn í marki United varði boltann þannig að hann endaði í markinu.

Sjá einnig:
Roy Keane hefði látið hnefana tala: Myndi ekki hleypa þeim í rútuna

Staðan var 1-0 í hálfleik og það var eiginlega ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma að United fór að setja einhverja pressu á Tottenham. Þá komu Paul Pogba og Mason Greenwood inn á og þeir komu með mikinn kraft inn í liðið. Anthony Martial átti góða tilraun á 66. mínútu sem Hugo Lloris varði meistaralega.

Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma dró til tíðinda þegar Pogba fór illa með Eric Dier, en Dier braut svo af franska landsliðsmanninum og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Jon Moss, dómari leiksins, dæmdi svo aðra vítaspyrnu fyrir Man Utd áður en leikurinn var á enda. Það var hins vegar aldrei víti og sneri VAR dómnum við.

Mason Greenwood fékk ágætis færi til að skora flautumark undir lokin, en boltinn fór rétt fram hjá markinu hjá honum. Lokatölur í þessum ágæta leik 1-1.

Manchester United er áfram í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea. Tottenham er í áttunda sæti, sex stigum frá Chelsea sem er í fjórða sætinu - síðasta Meistaradeildarsætinu.

Önnur úrslit:
England: Flottur seinni hálfleikur hjá Southampton gegn Norwich
Athugasemdir
banner
banner