Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Flottur seinni hálfleikur hjá Southampton gegn Norwich
Southampton skoraði þrjú í seinni hálfleiknum.
Southampton skoraði þrjú í seinni hálfleiknum.
Mynd: Getty Images
Norwich 0 - 3 Southampton
0-1 Danny Ings ('49 )
0-2 Stuart Armstrong ('54 )
0-3 Nathan Redmond ('79 )

Southampton gekk á lagið í síðari hálfleik gegn botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, Norwich.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Danny Ings fyrsta mark leiksins á 49. mínútu með góðu skoti eftir að boltinn féll fyrir fætur hans í teignum. Ings er þá búinn að skora 16 mörk í 30 deildarleikjum á þessari leiktíð.

Stuart Armstrong skoraði annað mark Dýrlingana fimm mínútum síðar eftir undirbúning frá Ings. Norwich náði að koma boltanum í markið rúmum tíu mínútum eftir mark Armstrong, en rangstaða var dæmd.

Í kjölfarið skoraði Nathan Redmond þriðja og síðasta markið í leiknum. Allt saman mjög þægilegt hjá Southampton í seinni hálfleiknum.

Southampton fer upp í 13. sæti deildarinnar með þessum sigri, en Norwich er á botninum, sex stigum frá öruggu sæti. Útlitið er ekki gott fyrir Norwich, en liðið hefur enn átta leiki til að gera eitthvað úr þessu tímabili.

Klukkan 19:15 hefst leikur Tottenham og Manchester United. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner