Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Fraser búinn að spila sinn síðasta leik með Bournemouth
Ryan Fraser með skot að marki.
Ryan Fraser með skot að marki.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segir að Ryan Fraser sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Hinn 26 ára gamli Fraser verður samningslaus um næstu mánaðarmót og hefur neitað að framlengja samninginn um einn mánuð og klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal, Tottenham og Everton hafa sýnt Fraser áhuga en Howe ætlar ekki að láta hann spila þá tvo leiki sem eru eftir í þessum mánuði.

„Ég vil bara vera með leikmenn sem eru fullkomlega einbeittir á fallbaráttuna sem við eigum fyri rhöndum og ég hlakka til að takast á við það með hópnum mínum," sagði Howe.

„Þetta eru mikilvægustu leikir sem þetta fótboltafélag hefur tekist á við nýlega og við þurfum alla á sama stað andlega, menn sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir félagið."

„Ryan getur það ekki út af samningsstöðu sinni. Tveir leikir breyta engu þar. Við þurftum að fá hann til að skuldbinda sig fyrir níu leiki og hann getur það ekki."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner