Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júní 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Garcia: Sný vonandi fljótlega aftur
Garcia lenti í hörðum árekstri.
Garcia lenti í hörðum árekstri.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn ungi Eric Garcia hjá Manchester City hefur gefið út jákvæða yfirlýsingu um heilsu sína eftir að hann lenti í ljótu samstuði og fékk þungt högg á höfuðið í 3-0 sigri gegn Arsenal á miðvikudag.

Þessi 19 ára leikmaður lá óvígur eftir samstuð við markvörðinn Edersen og var borinn af velli á börum og með hálskraga.

Garcia var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær og hefur birt mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann virðist í besta skapi.

„Frábært að byrja á sigri gegn Arsenal. Takk fyrir öll skilaboðin sem ég hef fengið. Nú er tími til að hvílast og jafna sig, vonandi verð ég mættur aftur bráðlega," segir Garcia.

Ekki er vitað hvenær Garcia mun snúa aftur en ólíklegt er að hann geti spilað gegn Burnley á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner