Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júní 2020 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Tvö jafntefli og Gróttusigur
Lengjudeildin
Helga Rakel tryggði Gróttu sigur.
Helga Rakel tryggði Gróttu sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta náði að knýja fram sigur gegn Fjölni er liðin mættust í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Helga Rakel Fjalarsdóttir á 77. mínútu. Grótta fylgdi á eftir aukaspyrnu sem Dagný í marki Fjölnis varði, en Dagný tók frákastið líka. Hún náði hins vegar ekki að verja seinna frákastið sem Helga Rakel stökk á. Það var eina markið og markið sem skildi liðin að.

Grótta fer upp að hlið Tindastóls á toppi deildarinnar í þessari fyrstu umferð, en í hinum leikjum kvöldsins var niðurstaðan jafntefli - í báðum þeirra.

Haukum, sem spáð er efsta sæti deildarinnar, tókst ekki að vinna gegn Augnabliki á heimavelli. Vienna Behnke kom Haukum yfir á 27. mínútu, en Birta Birgisdóttir svaraði fyrir Augnablik fyrir leikhlé. Þar við sat og ekki fleiri mörk skoruð. Augnabliki er spáð fimmta sæti deildarinnar.

Þá gerðu Víkingur Reykjavík og ÍA jafntefli. ÍA jafnaði í uppbótartíma eftir að Víkingur hafði verið yfir lengst af. „Boltinn berst út á Maríu Björk rétt fyrir utan vítateig Víkings og hún leggur hann laglega framhjá Höllu Margréti í markinu," skrifar Alexandra Bía Sumarliðadóttir í beinni textalýsingu þegar María Björk Ómarsdóttir jafnaði fyrir ÍA.

Fyrsta umferð deildarinnar klárast á sunnudaginn með leik Völsungs og Keflavíkur.

Haukar 1 - 1 Augnablik
1-0 Vienna Behnke ('27 )
1-1 Birta Birgisdóttir ('41 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur R. 1 - 1 ÍA
1-0 Nadía Atladóttir ('31 )
1-1 María Björk Ómarsdóttir ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Grótta 1 - 0 Fjölnir
1-0 Helga Rakel Fjalarsdóttir ('77 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner