Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. júní 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Dramatískur sigur Þórs í opnunarleiknum
Lengjudeildin
Alvaro Montejo gerði sigurmarkið.
Alvaro Montejo gerði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 2 - 1 Grindavík
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('6 )
1-1 Aron Jóhannsson ('13 )
2-1 Alvaro Montejo Calleja ('89 )

Þór vann opnunarleik Lengjudeildar karla, en Þórsarar tóku á móti Grindavík á Akureyri í kvöld.

Leikurinn byrjaði mjög vel og voru komin tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór yfir á sjöttu mínútu, en stuttu síðar jafnaði Aron Jóhannsson fyrir Grindavík eftir klaufagang í vörn heimamanna.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en mark var dæmt af Grindvíkingum stuttu eftir að þeir jöfnuðu.

Leikurinn virtist ætla að enda þannig, það er að segja með 1-1 jafntefli, þangað til að Alvaro Montejo skoraði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

„ALVARO MONTEJO SKORAR!!!!!! Þórsarar taka aukaspyrnu útá hægri kantinum sem að Grindvíkingum tekst ekki að losa úr teignum, boltinn berst út í teiginn á Alvaro sem skýtur föstu vinstri fótar skoti, niðri í hornið. Majewski kom hendi á boltann en hún var ekki nægilega sterk. 2-1 og afar lítið eftir!" skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu á Akureyri.

Gestirnir frá Suðurnesjum fengu afar lítinn tíma til að svara og það tókst þeim ekki að gera. Þórsarar byrja því á að setja þrjú stig á töfluna. Byrjunin á þessu tímabili hefur hins vegar ekki verið góð fyrir Grindavík. Liðið féll úr bikarnum eftir 5-1 tap gegn ÍBV um síðustu helgi og tapar núna gegn Þór í fyrsta leik í deild.

Leikur Keflavíkur og Aftureldingar er í gangi núna, en textalýsingu má nálgast hérna. Klukkan 20:00 hefst svo leikur Þróttar og Leiknis. Textalýsingu frá þeim leik má nálgast hérna.
Athugasemdir
banner
banner