Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júní 2020 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Keflavík skoraði fimm gegn Aftureldingu
Lengjudeildin
Keflavík lék á als oddi.
Keflavík lék á als oddi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 5 - 1 Afturelding
1-0 Ígnacio Heras Anglada ('17 )
2-0 Adam Árni Róbertsson ('22 )
3-0 Sindri Þór Guðmundsson ('37 )
4-0 Josep Arthur Gibbs ('46 )
4-1 Alejandro Zambrano Martin ('65 )
5-1 Helgi Þór Jónsson ('72 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík fór illa með Aftureldingu þegar liðin mættust í öðrum leik Lengjudeildar karla árið 2020.

Varnarmaðurinn Nacho Heras kom Keflavík yfir eftir 17 mínútur og fimm mínútur síðar var Adam Árni Róbertsson búinn að skora annað mark fyrir heimamenn í Keflavík.

Í þann mund er gestirnir voru að komast inn í leikinn þá setti Keflavík sitt þriðja mark og í þetta sinn var það Sindri Þór Guðmundsson sem skoraði. Staðan í hálfleik var 3-0 og varð hún 4-0 í upphafi seinni hálfleiks. Ástralski sóknarmaðurinn Joey Gibbs var þar á ferðinni með sitt fyrsta deildarmark fyrir Keflavík.

Alejandro Zambrano Martin, sem byrjaði á bekknum hjá Aftureldingu, minnkaði muninn á 65. mínútu, en Keflavík svaraði því um hæl og var það Helgi Þór Jónsson sem gerði það. Helgi Þór hafði komið inn á stuttu áður og var ekki lengi að láta til sín taka.

Ekki voru mörkin fleiri og lokatölur 5-1 fyrir Keflavík í þessum sigri. Keflavík fer á toppinn, en Afturelding á botninn. Ljóst er að Afturelding þarf að læra af því sem fór úrskeiðis í Keflavík í kvöld.

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Dramatískur sigur Þórs í opnunarleiknum
Athugasemdir
banner