fös 19. júní 2020 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðum finnst gaman að fara á Old Trafford núna
Manchester United mætir Tottenham klukkan 19:15.
Manchester United mætir Tottenham klukkan 19:15.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, var í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport fyrir leik Tottenham og Manchester United sem er klukkan 19:15 í kvöld.

Heskey segir að það sé öðruvísi að mæta á Old Trafford í dag en í gamla daga þegar hann var að spila.

„Þegar ég var að spila með öðrum liðum en Li­verpool vor­um við bún­ir að tapa and­lega áður en við mætt­um á Old Trafford," sagði Heskey. „Ég held að þeir séu ekki með þann þátt núna, lið fara þangað og finnst gaman að spila."

„Þeir verða að fá það aftur. Liverpool er með það núna, Manchester City er með það. United verður að fá það aftur."

United er í fimmta sæti deildarinnar á meðan Tottenham er í áttunda sæti fjórum stigum á eftir. Heskey telur að Tottenham geti barist um Meistaradeildarsæti.

„Mourinho er sigurvegari og hann vill sanna það, að hann sé sigurvegari. Það er rosalega mikilvægt að Harry Kane sé kominn aftur. Þetta verður athyglisvert."

Hér að neðan má sjá það þegar Tómas Þór spjallaði við Heskey.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner