Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 19. júní 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már: Aldrei dýft sér á ævinni
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Raggi Óla
Afturelding fór enga gæfuför suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík á Nettóvöllinn.
Gestirnir úr Mosfellsbæ máttu sín lítils gegn beittu liði Keflavíkur og urðu lokatölur leiksins 5-1 Keflavík í vil. Þungbrýndur Magnús Már Einarsson mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum og svaraði því hvað fór úrskeiðis hjá hans mönnum.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  1 Afturelding

„Menn bara mættu ekki til leiks þannig séð. Það var eins og hugurinn væri einhverstaðar allt annarsstaðar en á vellinum í fyrri hálfleik, vantaði alla baráttu og menn voru eitthvað smeykir. En það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn þar en tölurnar líta náttúrulega illa út en algjört djók að þetta fimmta mark fái að standa ég held að hann hafi verið kolrangstæður. “
Þrátt fyrir stórtap er Magnús brattur með framhaldið og segir hans menn staðráðna í að sýna sitt rétta andlit í komandi leikjum,

„Já engin spurning. Það er full af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp og undirbúningstímabilið hefur gengið vel, menn voru duglegir að æfa og eru í góðu standi svo það vantar ekkert upp á það en þetta eru auðvitað slæm úrslit í kvöld en við ætlum ekki að dvelja við það. Við sópum þessu undir teppi og höldum áfram.“

Eftir um klukkustundar leik fékk Jason Daði Svanþórsson gult spjald fyrir það sem úr blaðamannaboxinu leit út fyrir að vera dýfa. Hvað fannst Magnúsi um þá ákvörðun?

„Ég er mjög ósáttur við hana. Á nú svo sem eftir að sjá þetta atvik aftur en Jason Daði er strangheiðarlegur leikmaður sem hefur aldrei dýft sér á ævinni og hefur svolítið fengið að kenna á því í rauninni. Hann gæti verið búinn að fá miklu fleiri vítaspyrnur á ferlinum, alltaf verið að sparka í hann og dómarar virðast ekki hugsa um að vernda sóknarmanninn þar og mér finnst skorta á leikskilning dómara þar.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner