Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júní 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho finnst bann Dele Alli óverðskuldað
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Dele Alli, miðjumaður Tottenham, verður ekki með liðinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alli var dæmdur í eins leiks bann fyrir póst sinn á Snapchat í febrúar. Alli var staddur á flugvelli þegar hann tók myndband á þar sem hann gerði grín að manni frá Asíu og gerði grín að kórónaveirunni.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er ósáttur við dóminn og vill meina að Alli hafi ekki verðskuldað bann fyrir athæfi sitt.

„Mér finnst það mjög, mjög leitt að Dele skuli ekki fá að spila. Hann hefur lagt mjög hart að sér og það er mjög ergjandi fyrir hann að fá ekki að spila í fyrsta leiknum," sagði Mourinho á myndbandsblaðamannafundi.

„Mér finnst hann ekki eiga skilið að fá bann í ljósi að það eru dæmi um að annað fólk hafi hagað sér mikið verr á þessum tíma án neinna afleiðinga."

Mourinho þarf að sætta sig að vera án Alli, en hann getur glaðst yfir því að fá leikmenn eins og Harry Kane og Son Heung-min til baka.

Leikir dagsins:
17:00 Norwich - Southampton (Síminn Sport)
19:15 Tottenham - Man Utd (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner