Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júní 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ronaldo leit út eins og einhver miðlungsleikmaður"
Ronaldo var ekki góður í bikarúrslitunum.
Ronaldo var ekki góður í bikarúrslitunum.
Mynd: Getty Images
Luca Toni, fyrrum sóknarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, var ekki mjög hrifinn af frammistöðu Cristiano Ronaldo í úrslitaleik ítalska bikarsins í gær.

Juventus tapaði fyrir Napoli í úrslitaleiknum í gær eftir vítaspyrnukeppni.

Ronaldo fann ekki taktinn í leiknum, eins og margir aðrir, en Toni var óhræddur við að láta portúgölsku stórstjörnuna heyra það eftir leikinn.

„Allt Juventus liðið átti í vandræðum, meðal annars Cristiano Ronaldo sem leit út eins og einhver miðlungsleikmaður," sagði Toni á Rai Sport eftir leikinn. „Þú býst við öflugri frammistöðu frá honum, en hann var í vandræðum og gat ekki komist fram hjá einum né neinum."

„Buffon var besti maður vallarins og mér fannst Douglas Costa mjög góður einnig, en Sarri leyfði honum bara að spila 60 mínútur."

Ronaldo er orðinn 35 ára gamall og því kannski ekki skrítið að aðeins sé farið að hægjast á honum, þó hann sé auðvitað enn með bestu leikmönnum í heimi.

Sjá einnig:
Ronaldo gæti endað ferilinn í MLS-deildinni
Athugasemdir
banner
banner