Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo væri til í Mbappe til Real Valladolid
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Ronaldo væri hvað mest til í að fá Kylian Mbappe til Real Valladolid af öllum leikmönnum í heiminum. Ronaldo er eigandi spænska úrvalsdeildarfélagsins Valladolid.

Mbappe minnir Ronaldo á hann sjálfan og væri hann ekkert á móti því að fá þennan frábæra 21 árs gamla leikmann til félagsins sem hann á 51 prósent hlut í.

„Ég væri til í að kaupa Mbappe því hann er sá leikmaður sem minnir mig mest á mig sjálfan þegar ég var að spila," sagði Ronaldo á fjölmiðlaviðburði.

Það er þó erfitt að sjá það fyrir sér að Mbappe spili í búningi Real Valladolid á næstunni. Hann hefur spilað með Paris Saint-Germain síðastliðin tvö tímabil og næsta skref verður væntanlega til Real Madrid eða í eitthvað annað stórveldi.

Real Valladolid er í 14. sæti La Liga. Liðið á erfiðan útileik á morgun gegn Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner