Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júní 2020 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: De Gea og Maguire litu illa út í marki Bergwijn
Hollendingurinn knái skoraði fyrir Tottenham.
Hollendingurinn knái skoraði fyrir Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er 1-0 eftir mark Hollendingsins Steven Bergwijn.

Bergwijn fór illa með dýrasta varnarmann sögunnar, Harry Maguire, og skildi hann eftir í rykinu. Bergwijn átti svo skot sem var tiltölulega beint á De Gea, en Spánverjinn í marki United varði boltann þannig að hann endaði í markinu.

„Hann verður að verja þetta," sagði Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United, á Sky Sports um markið.

Hvorki De Gea né Maguire litu vel út í markinu. Það verður að segjast.

Markið má sjá hérna.

De Gea varði reyndar ótrúlega vel stuttu síðar þegar Son Heung-min átti skalla að marki. Það styttist í síðari hálfleikinn og Paul Pogba hlýtur að koma inn á fyrir Manchester United innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner