Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona náði ekki að skora gegn Sevilla
Börsungar náðu ekki að skora.
Börsungar náðu ekki að skora.
Mynd: Getty Images
Það fóru fram þrír leikir í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sevilla tókst að ná stigi gegn toppliði Barcelona í leik sem fram fór í Andalúsíu.

Barcelona hélt boltanum meira, en náði ekki að breyta því í mörk og var markalaust jafntefli niðurstaðan í þessum leik.

Barcelona er á toppi deildarinnar með þremur stigum meira en Real Madrid, sem getur jafnað Börsunga að stigum með sigri gegn Real Sociedad á útivelli á sunnudag. Sevilla er í þriðja sæti með 13 stigum minna en Barcelona.

Villarreal er á góðu skriði og er komið upp í sjöunda sæti með sigri á Granada í kvöld. Gerard Moreno skoraði mark Villarreal í leiknum. Þá skildu Mallorca og Leganes jöfn, en bæði lið eru í fallsæti.

Granada CF 0 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('11 )

Mallorca 1 - 1 Leganes
1-0 Salva Sevilla ('9 )
1-1 Oscar ('87 )

Sevilla 0 - 0 Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner