Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júní 2020 23:48
Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar brutu lög gegn veðmálaauglýsingum í kvöld
Jónas, Alvaro og Páll Viðar í viðtölum eftir leikinn. Þeir mættu allir með derhúfu með merki Coolbet en veðmálaauglýsingar eru bannaðar með lögum á Íslandi.
Jónas, Alvaro og Páll Viðar í viðtölum eftir leikinn. Þeir mættu allir með derhúfu með merki Coolbet en veðmálaauglýsingar eru bannaðar með lögum á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net
Leikmenn og þjálfari Þórs brutu lög gegn veðmálaauglýsingum þegar þeir komu fram í viðtölum eftir sigur liðsins á Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

Páll Viðar Gíslason þjálfari liðsins, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Alvaro Montejo, sem skoraði sigurmarkið í leiknum, voru allir í myndbandsviðtali á Fótbolta.net eftir leik.

Þeir mættu allir í viðtöl með derhúfu með merki Coolbet en hér á landi er bannað með lögum að auglýsa veðmálafyrirtæki. Athygli vekur að Þórsarar velji að fara þessa leið en stutt er síðan næst efstu deildir karla og kvenna gerðu samning við Íslenskar getraunir um að deildin bæri nafnið Lengjudeildin.

Sjá einnig:
Páll Viðar: Ætluðum útaf vellinum með þessi þrjú stig
Alvaro: Við áttum þessi þrjú stig skilið
Jónas Björgvin: Mig langar ekkert að hætta núna!




Athugasemdir
banner
banner