Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester City tilbúið að borga metfé fyrir Grealish
Mynd: EPA
Manchester City er tilbúið að borga metfé fyrir Jack Grealish miðjumann Aston Villa.

Hinn 25 ára gamli Grealish var frábær á leiktíðinni með Aston Villa en hann skoraði sex mörk og lagði upp tíu þrátt fyrir að missa af síðustu þremur mánuðum tímabilsins.

Eftir þennan frábæra árangur var hann valinn í landsliðshóp Englands fyrir Evrópumótið sem er í fullum gangi. Hann spilaði sinn fyrsta leik á mótinu þegar hann kom inná sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Skotalndi á föstudaginn.

Grealish var sterklega orðaður við Manchester United síðasta sumar en hann var um kyrrt hjá Aston Villa og skrifaði undir 5 ára samning við félagið.

Það þýðir að City þurfa að borga háa upphæð fyrir leikmanninn og er talið að liðið sé tilbúið að bæta met United sem borguðu mest enskra liða fyrir leikmann þegar Pogba kom til félagsins frá Juventus á 90 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner