Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 22:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
2. deild kvenna: Tindastóll sigraði Völsung
Tindastóll er búið að standa sig vel í sumar.
Tindastóll er búið að standa sig vel í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll 1-0 Völsungur
1-0 Bryndís Rut Haraldsdóttir ('90)

Það var aðeins einn leikur á dagskrá í 2. deild kvenna í fótbolta í kvöld þar sem Tindastóll mætti Völsungi.

Með sigri hefði Völsungur getað jafnað Tindastól að stigum. Leikurinn var í járnum framan af og ekkert var skorað fyrr en á lokaminútu leiksins.

Þá kláraði Bryndís Rut vel og tryggði Tindastól dramatískan sigur. Sigurinn þýðir að liðið skellir sér á toppinn með 21. stig , Augnablik á þó einn leik til góða og getur jafnað liðið að stigum. Völsungur tapar hinsvegar svekkjandi stigum og eru nú búnar að missa Tindastól sex stigum fram úr.
Athugasemdir
banner
banner
banner