Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 22:10
Ingólfur Páll Ingólfsson
3. deild karla: KH með flottan sigur
KH vann góðan sigur í kvöld.
KH vann góðan sigur í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
KH 2-0 Ægir
1-0 Ingólfur Sigurðsson ('35)
2-0 Gunnar Óli Björgvinsson ('68)

Eini leikur dagsins í 3. deild karla fór fram á Hlíðarenda þar sem KH tók á móti Ægi. Nýliðar KH hafa spilað virkilega vel í sumar en Ægir er að sama skapa i bullandi fallbaráttu.

KH komst yfir á 35. mínútu og þar var að verki Ingólfur Sigurðsson sem hefur verið einstaklega öflugur fyrir KH í sumar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en í þeim síðari bætti KH við sínu öðru marki. Gunnar Óli skoraði þá eftir sendingu frá Ingó Sig og útlitið gott fyrir heimamenn.

Fleira var ekki skorað og KH er þar með jafnir Dalvík/Reyni í toppsæti deildarinnar en hafa spilað einu leik meira. Ægir er hinsvegar í næst neðsta sæti með einungis sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner