Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Klopp bannar Henderson að stytta sumarfrí sitt
Klopp vill að Henderson og Lovren hvíli sig eftir HM.
Klopp vill að Henderson og Lovren hvíli sig eftir HM.
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að Liverpool verði án þeirra Dejan Lovren og Jordan Henderson í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni þann 12. ágúst er liðið mætir West Ham.

Klopp þurfti að sannfæra Henderson um að nýta allt sumarfríið sitt en leikmaðurinn var mikilvægur hlekkur í liði Englands á HM þrátt fyrir að hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum. Hann mun fá þriggja vikna frí og snúa aftur til starfa þann 5. ágúst.

Það var hörð barátta að sannfæra hann um að hann þyrfti á fríi að halda. Ég vissi að þetta myndi gerast. Í símann sagði ég að það væri klikkað. Jordan þarf frí, hann snýr aftur 5. ágúst. Dejan Lovren var í partýi í Króatíu og snýr aftur degi seinna,” sagði Klopp.

Það þýða fimm dagar fyrir æfingar eftir þriggja vikna frí. Ég vona að staðan verði ekki þannig að ég þurfi að nota þá gegn West Ham.”

Trent Alexander-Arnold verður hinsvegar til taks en Klopp gerði sérstakan samning við hann en leikmaðurinn spilaði aðeins einn leik á HM fyrir England.

Varðandi Trent þá er ég með sérstakan samning. Hann vildi líka koma fyrr aftur. Hann er ungur og ég sagði allt í lagi, taktu tveggja vikna frí og svo tölum við saman og sjáum til.”

Ef þú spyrð Trent segist hann vilja koma eftir tvær vikur. En ég er ekki sannfærður. Ég vil endilega fá þá hingað en tímabilið er mjög langt.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner