Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júlí 2019 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alsír vann Afríkukeppnina - Sjáðu markið sem réði úrslitum
Leikmenn Alsír fagna.
Leikmenn Alsír fagna.
Mynd: Getty Images
Mane og félagar áttu möguleika á að vinna keppnina í fyrsta sinn.
Mane og félagar áttu möguleika á að vinna keppnina í fyrsta sinn.
Mynd: FIFA
Senegal 0 - 1 Alsír
0-1 Baghdad Bounedjah ('2)

Alsír hafði betur gegn Senegal þegar liðin mættust í úrslitaleik Afríkukeppninnar í Kaíró í kvöld.

Alsír náði forystunni eftir aðeins tvær mínútur þegar sóknarmaðurinn Baghdad Bounedjah skoraði. Það er alveg hægt að viðurkenna það að það var örlítill heppnisstimpill yfir markinu.


Samkvæmt tölfræði í textalýsingu BBC var þetta eina skotið sem Alsír átti í leiknum. Senegal stjórnaði ferðinni en náði ekki að nýta sér það til fulls.

Eftir rúman klukkutíma dæmdi dómarinn vítaspyrnu þar sem hann taldi að leikmaður Alsír hefði fengið boltann í höndina. Eftir að hafa skoðað atvikið betur ákvað hann að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

Alsír varðist vel og náði að landa sigrinum. Ekki skemmtilegasti fótboltaleikur sögunnar.

Þetta er í annað sinn sem Alsír vinnur keppnina. Það gerðist síðast 1990. Senegal átti möguleika á að vinna keppnina í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner