Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júlí 2019 12:48
Brynjar Ingi Erluson
De Ligt: Ronaldo hafði ekki áhrif á ákvörðunina
Augnablikið er Cristiano Ronaldo biður Matthijs De Ligt um að koma til Juventus
Augnablikið er Cristiano Ronaldo biður Matthijs De Ligt um að koma til Juventus
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt gekk í raðir Juventus í gær frá Ajax. Cristiano Ronaldo er átrúnaðargoð hans en hann segir það ekki hafa spilað stórt hlutverk í ákvörðuninni.

Þessi 19 ára gamli miðvörður var orðaður við öll stærstu félög heims eftir frábæra frammistöðu með bæði Ajax og hollenska landsliðinu en hann gekk frá samningum við Juventus í gær.

Hann kostaði 67,5 milljónir punda og skrifaði undir langtímasamning.

Það vakti mikla athygli eftir leik Hollendinga gegn Portúgal í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar að Ronaldo hvatti De Ligt að koma til Juventus en De Ligt segist hafa ákveðið að koma fyrir þann leik.

„Ég var búinn að ákveða það að fara til Juventus áður en ég spilaði úrslitaleikinn. Það var mikið hrós að Ronaldo hafi beðið mig um að koma en það hafði engin áhrif," sagði De Ligt.

„Ég ákvað að semja við Juventus því Ítalía er mekka varnarmannsins og þetta er stórt skref fram á við fyrir mig."

De Ligt er mikill stuðningsmaður Juventus og á til að mynda treyju félagsins er Fabio Cannavaro lék með liðinu.

„Ég var sex eða sjö ára þegar þessi mynd var tekin af mér í Juventus-treyjunni. Fabio Cannavaro spilaði með liðinu á þessum tíma og hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér hefur alltaf litist vel á Juventus og er ég mikill stuðningsmaður félagsins," sagði hann í lokin.




Athugasemdir
banner
banner
banner