Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júlí 2019 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-kvenna: Mögnuð endurkoma Tindastóls
Murielle skoraði tvennu fyrir Tindastól.
Murielle skoraði tvennu fyrir Tindastól.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagastúlkur misstu frá sér stigin þrjú.
Skagastúlkur misstu frá sér stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍA 1 - 2 Tindastóll
1-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('82)
1-1 Murielle Tiernan ('89)
1-2 Murielle Tiernan ('95)
Rautt spjald: María Dögg Jóhannesdóttir, Tindastóll ('58)
Lestu nánar um leikinn

Tindastóll vann magnaðan sigur á ÍA í Inkasso-deildinni í kvöld. Leikið var upp á Skaga.

Það voru tíðindi hjá ÍA í vikunni. Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir hættu sem þjálfarar liðsins. Aron Ýmir Pétursson og Skarphéðinn Magnússon stýrðu ÍA í kvöld.

Sjá einnig:
Helena Ólafs: Mál Tori Ornela fyllti mælinn

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en það dró til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar María Dögg Jóhannesdóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í móherja. Tindastóll lék því manni færri síðasta hálftímann eða svo.

Á 82. mínútu komst ÍA yfir þegar Erla Karitas Jóhannesdóttir setti boltann yfir línuna. Skagastúlkur fögnuðu vel, en þær áttu eftir að fara súrar heim. Murielle Tiernan skoraði tvisvar, bæði mörkin eftir hornspyrnur, áður en leiknum lauk og tryggði Tindastóli sigur. Seinna markið kom á 95. mínútu.

Murielle er markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk í átta leikjum.

Tíu leikmenn Tindastóls náðu að koma til baka og klára þennan leik eftir að hafa lent 1-0 undir þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Frábær úrslit fyrir Tindastól.

Tindastóll er í þriðja sæti með 18 stig. ÍA hefur tapað fjórum í röð og er í sjöunda sæti með 11 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner