Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júlí 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Longstaff um Man Utd orðróm: Hefði hlegið fyrir ári
Mynd: Getty Images
„Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári síðan að ég yrði í þessari stöðu þá hefði ég líklega hlegið," segir Sean Longstaff, miðjumaður Newcastle.

Hinn 21 árs gamli Longstaff komst inn í aðallið Newcastle á síðasta tímabili og hefur í sumar verið orðaður við Manchester United.

„Á sama tíma í fyrra var ég að ákveða hvort ég ætti að fara í ensku fyrstu deildina (C-deild) á láni eða ekki. Ári síðar er nafn þitt orðað við eitt af stærstu félögum í heimi."

„Fyrir mig er þetta allt saman jákvætt og þetta gefur mér meira sjálfstraust. Þetta er heiður en vinnan mín er hjá Newcastle."
Athugasemdir
banner
banner