Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júlí 2019 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Milan ekki í viðræðum við Modric
Luka Modric virðist ekki á leið til Milan
Luka Modric virðist ekki á leið til Milan
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, tæknilegur ráðgjafi AC Milan á Ítalíu, segir ekkert til í því að félagið hafi lagt fram tilboð í króatíska miðjumanninn Luka Modric.

Modric, sem er 33 ára gamall, var kjörin besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári en hann var lykilmaður er Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu og er Króatía komst í undanúrslit HM í Rússlandi.

Hann hefur verið orðaður við bæði AC Milan og Inter en Maldini segir ekkert til í því að Milan hafi lagt fram tilboð í Modric.

„Við höfum aldrei rætt við Modric en við sögðum við þjálfarann að félagið væri að leita að góðum ungum leikmönnum og svo nokkrum reynslumeiri," sagði Maldini.

„Eldri leikmennirnir hjálpa þeim yngri að vaxa og því yrði Modric fullkominn í Milan en við höfum aldrei verið í viðræðum við hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner