Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júlí 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pereira ætlar kannski að stela símanum af Pogba
Pereira og Pogba á æfingu.
Pereira og Pogba á æfingu.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira vill alls ekki missa vin sinn Paul Pogba frá Manchester United.

Pogba hefur verið mikið í umræðunni í sumar. Er hann var á ferðalagi í Asíu sagðist hann vera tilbúinn í nýja áskorun eftir þrjú tímabil hjá Manchester United. Síðar meir kom umboðsmaður hans, Mino Raiola, fram og sagði að hann væri að vinna í því að koma Pogba í annað félag.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill ekki missa Pogba og hefur ekki útilokað að gera hann að fyrirliða United.

Eins og Solskjær, þá vill miðjumaðurinn Pereira ekki missa Pogba frá félaginu.

„Það er frábært að æfa og spila með honum," sagði Pereira við blaðamenn í Singapúr þar sem United er í æfingaferð. „Það er mjög mikilvægt að hann verði hér áfram. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja."

„Ég læri af honum á hverjum degi. Hann er einn af mínum nánustu vinum. Ég hef verið hérna frá því ég var 16 ára með honum."

„Ég verð kannski að stela símanum af honum svo hann tali ekki við neinn," sagði Pereira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner