Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júlí 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Vonandi sannfæra þessi góðu og fallegu augnablik Auba
Hetjan í gær.
Hetjan í gær.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vonast til að sigur í ensku bikarkeppninni geti hjálpað til við að sannfæra Pierre-Emerick Aubameyang um að vera áfram hjá Arsenal.

„Vonandi mun þetta hjálpa honum í að verða sannfærðari um að við séum á leið í rétt átt," sagði Arteta eftir 2-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum bikarsins í gærkvöldi.

Sjá einnig:
Arteta: Ótrúleg vika að baki
Sjáðu mörkin: Arsenal yfirspilaði Man City í fyrra markinu

Auba skoraði bæði mörkin í gær en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

„Góð og falleg augnablik eru alltaf betri en þau ljótu. Eins og ég sagði við ykkur þá virkar hann sannfærður þegar ég tala við hann. En auðvitað ef hann sér árangurinn og að áttin sem við erum að fara í sé sú rétta þá held ég að hann verði jákvæðari," bætti Arteta við.
Athugasemdir
banner
banner
banner