sun 19. júlí 2020 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin á Wembley: United fer í þriggja miðvarða kerfi - Alls átta breytingar
Mason Mount byrjar hjá Chelsea.
Mason Mount byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar nú klukkan 17:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Arsenal sigraði í gær Manchester City í hinni undanúrslitaviðureigninni og því ljóst að sigurvegari dagsins mætir Arsenal í úrslitaleik.

Manchester United hefur af sautján síðustu skiptum sínum í undanúrslitum keppninnar farið fimmtán sinnum áfram í úrslit.

Sjá einnig:
Man Utd getur jafnað níu ára gamalt félagsmet sem sett var gegn Chelsea

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerir fimm breytingar frá 0-2 sigrinum gegn Crystal Palace í deildinni á fimmtudag. Eric Bailly, Fred, Daniel James, Brandon Williams og Nemanja Matic koma inn í liðið. Paul Pogba byrjar á bekknum.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum gegn Norwich í deildinni á þriðjudag. Willy Caballero byrjar í markinu og þeir Reece James og Mason Mount koma inn í liðið.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Bailly, Maguire, Williams, Matic, Fred, Fernandes, James, Rashford

(Varamenn: Romero, Pogba, Mata, Martial, Pereira, Fosu-Mensah, Ighalo, Greenwood, McTominay)

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, Rudiger, Alonso, Jorginho, Willian, Zouma, Kovacic, Giroud, Mount, James, Azpilicueta.

(Varamenn: Kepa, Christensen, Abraham, Pedro, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Pulisic, Tomori, Emerson)
Athugasemdir
banner
banner