sun 19. júlí 2020 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Leeds fagnaði úrvalsdeildarsætinu og titlinum með endurkomusigri
Langri fjarveru úr efstu deild fagnað eftir leikinn í dag. Vel gert Leedsarar!
Langri fjarveru úr efstu deild fagnað eftir leikinn í dag. Vel gert Leedsarar!
Mynd: Getty Images
Derby County 1 - 3 Leeds
1-0 Chris Martin ('54 )
1-1 Pablo Hernandez ('56 )
1-2 Jamie Shackleton ('75 )
1-3 Matt Clarke ('84 , sjálfsmark)

Leeds varð í gær meistari í ensku Championship-deildinni og lék í dag gegn Derby í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Máni Pétursson, stuðningsmaður Leeds, lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Leeds-stuðningsmenn hafa beðið lengi eftir því að komast upp í úrvalsdeild, sextán ár.

Derby komst yfir í leiknum en þeir Pablo Hernandez og Jamie Shackleton sneru taflinu við fyrir gestina. Sigurinn var svo innsiglaður þegar Matt Clarke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Leeds er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Baráttan um 2. sætið er milli WBA, Brentford og Fulham. Liðin í 3. - 6. sæti fara svo í umspil um þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner