Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„David de Gea er óþekkjanlegur"
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Ef vitnað er í Hödda Magg, þá var David Gea hörmulegur í dag þegar Manchester United tapaði fyrir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins.

De Gea átti að gera miklu betur í tveimur fyrstu mörkum Chelsea í leiknum.

Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, vill meina að De Gea hefði átt að gera betur í öllum þremur mörkunum.

„Hann er óþekkjanlegur, þetta er ekki markvörðurinn sem var fjórum sinnum valinn leikmaður ársins hjá Manchester United," sagði Neville á BBC.

Dean Henderson, markvörður sem hefur staðið sig vel á láni hjá Sheffield United, er í eigu Man Utd. Neville telur hins vegar ekki rétta að taka Spánverjann úr liðinu.

„David de Gea með sjálfstraustið í botni kemur í veg fyrir öll þrjú mörkin. Ég myndi hafa áhyggjur, en ég myndi ekki taka hann út úr liðinu. Hann er með þeim bestu í heiminum."
Athugasemdir
banner
banner