Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 16:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Mourinho gerði Man Utd og Chelsea stóran greiða
Spurs upp í sjötta sætið - Kane skoraði tvö
Mourinho ánægður með Son.
Mourinho ánægður með Son.
Mynd: Getty Images
Kane skoraði tvö fyrir heimamenn í dag.
Kane skoraði tvö fyrir heimamenn í dag.
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 0 Leicester City
1-0 James Justin ('6 , sjálfsmark)
2-0 Harry Kane ('37 )
3-0 Harry Kane ('40 )

Tottenham vann gífurlega góðan sigur gegn Leicester sem hjálpar Lundúnarliðinu, á þeirri leið sem liðið er, í átt að Evrópudeildarsæti.

James Justin fékk boltann í sig þegar Heung-min Son átti skottilraun í átt að marki Leicester á 6. mínútu og þannig komust heimamenn yfir. Harry Kane skoraði svo tvö mörk áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og sigurinn svo gott sem kominn í hús hjá heimamönnum í Tottenham.

Lucas Moura átti síðustu sendinguna á Kane í báðum mörkunum og það var Kane sjálfur sem átti sendinguna á Son í fyrsta markinu. Leicester hélt boltanum talsvert betur en heimamenn og áttu gestirnir 22 marktilraunir, þar af fimm á markið. Hugo Lloris átti góðan dag í marki Tottenham og hélt markinu hreinu og varði sex skot.

Staðan í deildinni
Tottenham fer uppfyrir Wolves í töflunni en Úlfarnir eiga leik til góða. Tottenham er í sjötta sætinu eins og er, en sjöunda sæti mun einungis gefa Evrópudeildarsæti ef Arsenal vinnur ekki ensku bikarkeppninna. Skytturrnar komust í úrslitaleikinn með sigri í gær.

Tapið er slæmt fyrir Leicester því liðið er nú með sömu markatölu og Manchester United í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Sigri United gegn West Ham með þremur mörkum þá má liðið tapa með tveimur gegn Leicester í lokaumferðinni, svo dæmi sé tekið.

Chelsea er einnig í Meistaradeildarbaráttunni , bæði United og Chelsea eru lið sem Jose Mourinho, nú stjóri Spurs, stýrði áður en hann tók við Tottenham. Því má segja að Mourinho sé að gera sínum fyrrum félögum stóran greiða þó svo að leikmenn hans hafi klárað verkefnið inn á vellinum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner