Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júlí 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Lundúnaslagur í úrslitaleiknum
Harry Maguire hissa eftir mark hjá Chelsea.
Harry Maguire hissa eftir mark hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn bíður Chelsea.
Úrslitaleikurinn bíður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 3 Chelsea
0-1 Olivier Giroud ('45 )
0-2 Mason Mount ('46 )
0-3 Harry Maguire ('74, sjálfsmark )
1-3 Bruno Fernandes ('85, víti)

Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleik enska bikarsins, þeirrar elstu og virtustu, þann 1. ágúst næstkomandi. Chelsea burstaði Manchester United á Wembley í dag.

Bæði lið byrjuðu með þriggja manna varnir en fyrri hálfleikurinn var alls ekki mikil skemmtun. Chelsea var ívið sterkari aðilinn en seint í fyrri hálfleiknum var mikil töf á leiknum þegar Eric Bailly fékk höfuðhögg. Vonandi er það ekki eins alvarleg og það lítur út fyrir það að vera.

Uppbótartíminn var langur og eftir rúmar tíu mínútur í honum skoraði Olivier Giroud fyrsta mark leiksins þegar hann potaði boltanum inn af nærstönginni. Victor Lindelöf og David de Gea áttu að gera betur, alveg klárlega.

De Gea átti svo aftur að gera betur í byrjun seinni hálfleiks þegar Mason Mount átti skot utan vítateigs. De Gea var aftur í boltanum, en aftur var það ekki nóg.

Þetta tímabil hefur ekki verið gott fyrir De Gea, sem var ávallt besti maður liðsins fyrir nokkrum árum. Hann er mikið í því að skiptist á því að eiga vörslur í heimsklassa og gera aulaleg mistök. Því miður fyrir hann og United þá eru aulalegu mistökin að verða of mörg.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum gerði Chelsea út um leikinn er Harry Maguire potaði boltanum í sitt eigið net. Man Utd minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 85. mínútu, en lengra komst United ekki.

Man Utd hafði unnið Chelsea þrisvar á þessu tímabili fyrir leikinn í dag, en Chelsea náði fram hefndum á Wembley. Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester City í gær og mun eins og áður segir spila til úrslita gegn Chelsea þann 1. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner