Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framtíð Henderson í óvissu - Hár verðmiði á Sancho
Powerade
Hvar verður Dean á næstu leiktíð?
Hvar verður Dean á næstu leiktíð?
Mynd: Getty Images
Zenit hefur áhuga á Lovren.
Zenit hefur áhuga á Lovren.
Mynd: Getty Images
Bielsa er kóngurinn í Leeds.
Bielsa er kóngurinn í Leeds.
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið tekið saman af BBC og í boði Powerade.



Áhugi Tottenham á Pierre-Emile Höjbjerg (24), sem er að renna út á samningi hjá Southampton, setur framtíð Harry Winks (24) í uppnám. (Mirror)

Manchester United ætlar að bjóða Mason Greenwood (18) nýjan samning sem færir honum 40 þúsund pund í vikulaun. Mason skrifaði undir núgildandi samning fyrir níu mánuðum. (Sun)

John Terry, aðstoðarþjálfari Aston Villa, er á blaði hjá Bristol City sem næsti stjóri liðsins. Steven Gerrard hefur neitað starfinu. (Express)

Arsenal er tilbúið að greiða þær 40 milljónir punda sem Sporting vill fá fyrir framherjann Joelson Fernandes (17). Barcelona og Juventus hafa einnig áhuga. (A Bola)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, segir að þó að markvörðurinn Wes Foderingham (29) hafi skrifað undir hjá Sheffield þýði það ekki að Dean Henderson verði ekki hjá félaginu á næstu leiktíð. (Mail)

Wilder segir þá að stærstu nöfnin í leikmannahópi sínum fari ekki frá félaginu fyrir lágar upphæðir. (Examiner)

Chelsea hefur ekki ákveðið hvort það vilji fá Henderson (23) í sínar raðir. (Express)

Angus Kinnear, stjórnarformaður Leeds, segir að eigendur muni ræða við Marcelo Bielsa, stjóra félagsins, um nýjan samning í næstu viku ásamt mögulegum skotmörkum á markaðnum. (Express)

Leeds vill kaupa Ben White (22) sem hefur verið að láni frá Brighton á leiktíðinni. (Yorkshire)

Zenit vill kaupa Dejan Lovren (31) á 9 milljónir punda frá Liverpool. (Mail)

Villarreal hefur staðfest að Santi Cazorla (35) hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við félagið. Cazorla gæti farið til Katar eða sem þjálfari til Arsenal. (Mirror)

Dortmund hefur sett 115 milljóna verðmiða á Jadon Sancho (20). (Express)

Quique Setien verður stjóri Barcelona gegn Napoli í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni. (Standard)
Athugasemdir
banner