banner
   sun 19. júlí 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
„Guðmann er ekki sá gáfaðasti"
Guðmann svekktur með sig í gær.
Guðmann svekktur með sig í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðmann Þórisson fékk að líta tvö gul spjöld þegar FH sigraði Fjölni í Grafarvogi, 0-3, í gær. Guðmann er miðvörður Hafnarfjarðarliðsins og fékk hann fyrra gula spjaldið á 83. mínútu.

Á 87. mínútu gerðist svo þetta: „Guðmann fær hér sitt annað gula spjald og þar með rautt og sendir Egill hann í sturtu. Fyrra fyrir tuð og seinna fyrir brot á Hans Viktori,"skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net, í textalýsingu frá Extra vellinum.

Grétar Snær Gunnarsson er fyrrum FH-ingur en í dag er hann leikmaður Fjölnis. Hann var í viðtali við mbl.is spurður út í rauða spjadið.

„Ég hef ekki hugmynd en þetta var frekar heimskulegt. Ég lá niðri og sá ekki hvað hann gerði. Hann lét mig eitthvað heyra það en Guðmann er ekki sá gáfaðasti," sagði Grétar við Jóhann Inga Hafþórsson á mbl.is.

Viðtöl Antons Freys við Jónatan Inga Jónsson, sem skoraði tvö mörk fyrir FH, og Eið Smára Guðjohnsen, annan af nýráðnum þjálfurum liðsins, má hlusta á hér að neðan.
Eiður Smári: Komumst nokkuð vel frá fyrsta verkefninu
Jónatan: Eiður mjög flottur og Logi þekkir þetta út og inn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner