Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. júlí 2020 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter náði ekki að setja alvöru pressu á Juventus
Lukaku jafnaði af vítapunktinum.
Lukaku jafnaði af vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 2 Inter
0-1 Stefan de Vrij ('15 )
1-1 Leonardo Spinazzola ('45 )
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('57 )
2-2 Romelu Lukaku ('88 , víti)

Roma og Inter skildu jöfn er liðin mættust í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hollenski miðvörðurinn Stefan de Vrij kom Roma yfir eftir stundarfjórðung. Markið í kjölfarið á hornspyrnu Alexis Sanchez.

Roma jafnaði í þann mund er dómarinn var að fara að flauta til hálfleiks með marki Leonardo Spinazzola. Staðan 1-1 í hálfleik og snemma í seinni hálfleiknum varð hún 2-1 er Henrikh Mkhitaryan, lánsmaður frá Arsenal, skoraði fyrir Roma.

Þannig virtist leikurinn ætla að enda, með 2-1 sigri Roma. En þegar lítið var eftir, þá fékk Inter víti. Romelu Lukaku fór á punktinn og skoraði.

Lokatölur 2-2. Roma er í fimmta sæti með 58 stig, 11 stigum frá Meistaradeildarsæti. Inter er í öðru sæti, fimm stigum á eftir Juventus, sem á leik til góða. Inter nagar sig væntanlega mikið í handarbökin að hafa ekki náð að vinna í dag til að setja alvöru pressu á Juventus.

Önnur úrslit:
Ítalía: Birkir ónotaður varamaður - Sigur en staðan ekki góð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner