Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. júlí 2020 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Eigum úrslitaleiki framundan
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
„Ég get ekki beðið um neitt meira frá leikmönnunum," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 3-1 sigur gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins.

Chelsea var sterkari aðilinn heilt yfir og átti sigurinn mjög skilið, þrátt fyrir mistök David de Gea í marki United.

„Vinnuframlagið og frammistaðan. Við vorum betri og þegar þeir breyttu kerfinu sínu þá vorum við enn betri. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni."

„Við áttum slæman leik gegn Sheffield United og það kemur fyrir þegar við erum á þeim stað þar sem við erum. Við unnið mikið í okkar málum síðustu daga og leikmennirnir eiga skilið mikið hrós. Þeir eiga að taka sjálfstraust úr þessum leik," segir Lampard.

Chelsea mætir Arsenal í bikarúrslitunum en liðið er einnig í harðri Meistaradeildarbaráttu í deildinni. „Við eigum tvo úrslitaleiki framundan, tvo í deildinni og svo Arsenal."
Athugasemdir
banner
banner