banner
   sun 19. júlí 2020 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd getur jafnað níu ára gamalt félagsmet sem sett var gegn Chelsea
Solskjær hefur þegar sigrað Chelsea þrisvar sinnum á leiktíðinni.
Solskjær hefur þegar sigrað Chelsea þrisvar sinnum á leiktíðinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar klukkan 17:00 í dag. Sigurvegari leiksins mætir Arsenal í úrslitaleik.

Þetta er níundi leikur United og Chelsea á Wembley (samanlagt á gamla og nýja leikvangingum) sem gerir þetta að þeirri viðureign sem oftast hefur farið frá Wembley.

Bæði lið hafa sigrað fjórum sinnum og því er staðan jöfn í einvíginu. Þrisvar sinnum hefur þurft að fara í vítaspyrnukeppni og þá hefur Chelsea unnið einu sinni og Manchester United tvisvar sinnum.

Manchester United getur bætt eigið félagsmet í leiknum í dag með sigri. Sigri United verður það 20. leikurinn í röð sem United tapar ekki. United-liðið hefur sigrað Chelsea þrisvar sinnum þegar á þessari leiktíð og hefur það einungis gerst einu sinni áður í sögu Chelsea að það tapi fjórum sinnum gegn sama liðinu.

Það gerðist tímabilið 2010/11 þegar það tapaði einmitt fjórum sinnum gegn United. Liðin mættust alls fimm sinnum á þeirri leiktíð. Chelsea sigraði fyrri leik liðanna í deildinni en United vann báða leikina í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, leik liðanna í Samfélagsskildinum og seinni leik liðanna í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner