Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. júlí 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Einar Karl 'super-sub' gegn Blikum
Breiðablik án sigurs í fjórum leikjum
Einar Karl kom inn á og var hetjan.
Einar Karl kom inn á og var hetjan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 2 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('47 )
1-1 Thomas Mikkelsen ('50 , víti)
1-2 Einar Karl Ingvarsson ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Valsmenn náðu í rosalega góðan sigur gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á sólríku sumarkvöldi á Kópavogsvelli. Einar Karl Ingvarsson reyndist hetja Valsmanna.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus þrátt fyrir nokkra skemmtun. Kaj Leó í Bartalsstovu fékk besta færi fyrri hálfleiksins en Anton Ari varði mjög vel frá honum. Blikar vildu svo fá víti undir lok fyrri hálfleiks, en Ívar Orri sá ekkert athugavert við það þegar bæði Kwame Quee og Thomas Mikkelsen féllu innan teigs.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði algerlega frábærlega. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á 47. mínútu og skrifaði Kristófer Jónsson þá í beinni textalýsingu: „ÞETTA VAR FÁRÁNLEGT!!!!! Aron Bjarna skýtur frá vítateigshorninu og Anton Ari slær boltann beint á Kaj Leo sem að er í dauðafæri en hittir ekki boltann. Það er hins vegar í lagi því að Kristinn Freyr hirðir frákastið og skallar í autt markið. Algjört sprellimark."

Forysta Valsmanna var ekki langlíf því Mikkelsen jafnaði úr vítaspyrnu stuttu síðar eftir að Sebastian Hedlund var dæmdur brotlegur innan teigs. Stál í stál.

Staðan var jöfn alveg fram á 81. mínútu. Þá skoraði Einar Karl Ingvarsson það sem reyndist vera sigurmarkið. Einar Karl hafði komið inn á sem varamaður þremur mínútum áður og var fljótur að láta til sín taka. „Einar nýkominn inná sem varamaður. Smyr aukaspyrnunni í samskeytin. Anton Ari átti ekki séns," skrifaði Kristófer.

Lokatölur 2-1 fyrir Val sem fer upp í annað sætið með 13 stig, tveimur stigum minna en KR, sem á leik til góða. Breiðablik hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og er í fjórða sæti með 11 stig. Það er mikil spenna í þessu og munar aðeins fimm stigum á efsta liðinu og liðinu í áttunda sæti. Þess ber þó að geta að mörg lið eiga leiki inni og á Stjarnan (með tíu stig) til að mynda þrjá leiki inni á flest önnur lið.

Valur hefur ekki enn unnið heimaleik en liðið hefur unnið alla útileiki sína til þessa. Athyglisverð tölfræði.

Önnur úrslit:
Meistararnir stöðvuðu sigurgönguna
Víkingar unnu í býsna fjörugum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner