sun 19. júlí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Mínir leikmenn eru ekki dýfarar
Solskjær svarar fyrir ummæli Lampard um leikmenn United.
Solskjær svarar fyrir ummæli Lampard um leikmenn United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur svarað fyrir ummæli Frank Lampard, stjóra Chelsea, um leikmenn United. Lampard er á þeirri skoðun að nokkrir hlutir hafi verið að falla með United að undanförnu. Chelsea og United mætast í dag í undanúrslitum FA bikarsins.

„Ég mun verja mína leikmenn 100%. Sumir ökklar hefðu getað brotnað á þessari leiktíð. Ég vil að mínir leikmenn séu verndaðir," sagði Solskjær.

United er taplaust í nítján leikjum og hafa andstæðingar liðsins pirrað sig á nokkrum ákvörðunum. Crystal Palace vildi t.a.m. fá vítaspyrnu þegar Victor Lindelöf og Wilfried Zaha lenti saman og svo dæmdi VAR jöfnunarmark Jordan Ayew ógilt vegna rangstöðu.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, sagði þá ákvörðun að dæma víti í leik liðanna fyrir rúmri viku vera hræðilega.

Sjá einnig:
Lampard: Leikmenn Man Utd góðir að fiska vítaspyrnur

„Ef þú ert með snögga fætur eins og Dan James, Anthony Martial, Marcus Rashford og Mason Greenwood munt þú vera tæklaður innan og utan teigs," sagði Solskjær um ummæli Lampard.

„Við höfum unnið fyrir hverri ákvörðun á þessari leiktið. Ákvarðanir hafa snúist á móti okkur og einnig snúist frá því að vera á móti okkur í að vera með okkur."

„Dómarinn stýrir þessu en það eru of margir að reyna að hafa áhrif. VAR er þarna til að hjálpa til að fá fleiri réttar ákvarðanir. Staðreyndir eru svo annað. Leikmaður er rangstæður ef hann er 1mm fyrir innan eða einum metra. Þannig er fótboltinn í dag."


Leikur United og Chelsea hefst klukkan 17:00 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner