Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júlí 2020 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona endar tímabilið á góðum nótum
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Alaves 0 - 5 Barcelona
0-1 Ansu Fati ('24 )
0-2 Lionel Andres Messi ('34 )
0-3 Luis Suarez ('44 )
0-4 Nelson Semedo ('57 )
0-5 Lionel Andres Messi ('75 )

Tímabilið hefur ekki farið eins og vonast var eftir hjá Barcelona og missti félagið af Spánarmeistaratitlinum í hendur erkifjendur sinna í Real Madrid.

Liðið endar þó deildina á góðum nótum, með 5-0 útisigri gegn Alaves, sem er í 15. sæti.

Lionel Messi skoraði tvennu og voru þeir Ansu Fati, Luis Suarez og Nelson Semedo einnig á skotskónum fyrir Börsunga sem enda í öðru sæti.

Lokaumferð La Liga fer fram í heild sinni í dag og hér að neðan má skoða þá leiki sem eftir eru.

Þeir leikir sem eru eftir í dag:
16:30 Valladolid - Betis
16:30 Villarreal - Eibar
19:00 Osasuna - Mallorca
19:00 Atletico Madrid - Real Sociedad
19:00 Espanyol - Celta
19:00 Sevilla - Valencia
19:00 Granada CF - Athletic
19:00 Leganes - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Levante - Getafe


Athugasemdir
banner
banner