sun 19. júlí 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Leganes niður - Januzaj kom Sociedad í Evrópukeppni
Leganes náði jafntefli við Real Madrid en fer þrátt fyrir það niður um deild.
Leganes náði jafntefli við Real Madrid en fer þrátt fyrir það niður um deild.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla lék sinn síðasta leik fyrir Villarreal.
Santi Cazorla lék sinn síðasta leik fyrir Villarreal.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj.
Adnan Januzaj.
Mynd: Getty Images
Leganes náði jafntefli við meistara Real Madrid en fellur samt úr spænsku úrvalsdeildinni.

Leganes endar með stigi minna en Celta Vigo, sem gerði markalaust jafntefli við Espanyol. Leganes fer því niður með Mallorca og Espanyol.

Lokaumferð deildarinnar fór fram í heild sinni í dag. Það var flestallt ráðið fyrir daginn; Real Madrid meistari og Barcelona, Atletico og Sevilla með þeim í Meistaradeildina.

Villarreal tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með 4-0 sigri á Eibar. Hinn 35 ára gamli Santi Cazorla lék sinn síðasta leik fyrir Villarreal og var fagnað sem hetju að honum loknum. Með Villarreal í Evrópudeildina fer Real Sociedad sem gerði jafntefli við Atletico Madrid. Adnan Januzaj jafnaði þar metin á 88. mínútu og var það nóg fyrir Sociedad til að fara upp í sjötta sæti.

Granada endar í sjöunda sæti en ekki er ljóst með sæti liðsins í Evrópudeildinni. Þeir þurfa að treysta á Real Sociedad gegn Athletic Bilbao í bikarúrslitunum. Ekki er kominn leiktími á bikarúrslitaleikinn. Getafe hafnar í áttunda sæti eftir að hafa verið í Meistaradeildarsæti framan af móti.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins og þar fyrir neðan er stigataflan. Það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

Atletico Madrid 1 - 1 Real Sociedad
1-0 Koke ('30 )
1-1 Adnan Januzaj ('88 )

Espanyol 0 - 0 Celta

Granada CF 4 - 0 Athletic
1-0 Roberto Soldado ('29 )
2-0 Antonio Puertas ('55 )
3-0 Carlos Fernandez ('67 )
4-0 Angel Montoro ('90 )

Leganes 2 - 2 Real Madrid
0-1 Sergio Ramos ('9 )
1-1 Bryan Salvatierra ('45 )
1-2 Marco Asensio ('52 )
2-2 Roger Assale ('78 )

Levante 1 - 0 Getafe
0-0 Jaime Mata ('71 , Misnotað víti)
1-0 Coke ('90)

Osasuna 2 - 2 Mallorca
1-0 Adrian Lopez ('21 )
1-1 Lumor ('45 )
1-2 Ante Budimir ('65 )
2-2 Inigo Perez ('68 )

Sevilla 1 - 0 Valencia
1-0 Sergio Reguilon ('55 )

Villarreal 4 - 0 Eibar
1-0 Andre Zambo Anguissa ('71 )
2-0 Gerard Moreno ('86 )
3-0 Gerard Moreno ('89 )
4-0 Moi Gomez ('90 )

Valladolid 2 - 0 Betis
1-0 Sergi Guardiola ('45 )
2-0 Oscar Plano ('63 )

Önnur úrslit:
Spánn: Barcelona endar tímabilið á góðum nótum


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner