Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. júlí 2020 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Glódís í sigurliði - Ísak spilaði 90 mínútur í annað sinn
Glódís ásamt liðsfélögunum með meistaratitilinn á síðasta ári.
Glódís ásamt liðsfélögunum með meistaratitilinn á síðasta ári.
Mynd: Glódís Perla Viggósdóttir
Ísak Bergmann er orðinn fastamaður í liði Norrköping.
Ísak Bergmann er orðinn fastamaður í liði Norrköping.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikjum er lokið í sænsku deildarkeppnunum hjá Íslendingaliðum. Þrír leikir voru í sænsku karla-Allsvenskan, einn í Superettunni og einn í kvenna-Allsvenskan.

Karla-Allsvenskan
Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem sigraði 2-1 j gegn Kalmar á dramatískan hátt. Kalmar komst yfir en Isaac Thelin svaraði fyrir Malmö með tveimur mörkunum og kom það síðara á næstsíðustu mínútu venjulegs leiktíma. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Arnór tekur ekki þátt í.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með toppliði Norrköping þegar það tapaði gegn Sirius á útivelli, 4-2. Ísak lék samkvæmt Flashscore vinstra megin á þriggja manna miðju. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Ísak spilar allar 90 mínútur Norröping. Ísak fékk að líta gula spjaldið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Kolbeinn Sigþórsson var þá ekki í leikmannahópi AIK í fjórða leiknum í röð þegar AIK gerði svekkjandi 2-2 jafntefli gegn Varbergs á útivelli. Heimamenn jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu undir lokin.

Norrköping er í toppsæti deildarinnar með 20 stig. Malmö er í öðru sætinu með 16 stig og AIK er í 9. sætinu með tólf stig.

Superettan
BJarni Mark Antonsson Duffield var ekki í leikmannahópi Brage sem sigraði Örgryte í næstefstu deild í Svíþjóð. Bjarni hefur ekki verið í hóp eftir að deildin fór af stað í júní vegna meiðsla. Brage sigraði leikinn 3-2 og er í 4. sæti deildarinnar eftir sjö umferðir.

Kvenna-Allsvenskan
Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði meistaranna í Rosengård sem sigruðu sinn annan leik í röð í dag. Liðið sigraði Umea, 0-3, á útivelli. Glódís lék allan leikinn og er stillt skv. Flashscore vinstra megin í þriggja manna vörn.

Rosengård er eins og umferðin er að spila í 2. sæti deildarinnar með tólf stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner