Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 15:53
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar upp að hlið Víkings
Viktor Karl skoraði sigurmark Blika í byrjun leiks
Viktor Karl skoraði sigurmark Blika í byrjun leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 0 Vestri
1-0 Viktor Karl Einarsson ('10 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildar karla eftir 1-0 sigur liðsins á Vestra á Kópavogsvellinum í dag.

Sigurmark Blika kom snemma leiks eða á 10. mínútu. Sendingin kom í gegn sem Morten Ohlsen virtist vera með undir góðri stjórn, en hann hitti ekki boltann og var það Viktor Karl Einarsson sem komst í gegn og skoraði fram hjá Guy Smit í markinu.

Heimamenn fengu nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum og var Tobias Thomsen nálægt því að skora draumamark er Damir Muminovic kom boltanum inn á hann og reyndi Thomsen hjólhestaspyrnu sem hafnaði í slá. Það hefði þó ekki talað þar sem búið var að flagga rangstöðu.

Undir lok hálfleiksins áttu Blikar skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar en Smit varði og þá komst vörn Vestra fyrir aðra tilraun áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Tréverkið hélt áfram að stríða Thomsen í þeim síðari. Blikar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn og setti hann spyrnuna í stöng.

Aron Bjarnason komst næst því að gera út um leikinn á 78. mínútu er hann komst í gegn á móti Smit, en skotið var ekki nægilega gott og varði markvörðurinn nokkuð örugglega.

Eitt mark dugði Blikum sem eru komnir upp í 2. sætið með 30 stig, eins og Víkingur, sem heldur toppsætinu á markatölu, en Vestri er í 6. sæti með 19 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
3.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner