Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarni Jó um Viðar: Ekki að mér vitandi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji KA, hefur ekki náð sér á strik í sumar og hefur verið orðaður í burtu frá félaginu.

Hann hefur verið orðaður við uppeldisfélagið sitt, Selfoss, en Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, var spurður út í orðróminn eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni í gær.

„Ekki svo að mér vitandi. Við erum orðnir ágætlega mannaðir í senterstöðuna. Raúl er kominn til baka og Jón Daði dettur vonandi inn fljótlega."

„Þetta er ekkert nema í fjölmiðlum núna. Hann er leikmaður KA og mér skilst á þjálfara KA að það sé tímaspursmál hvenær hann komi inn. Þetta er ekki í boði að mér vitandi."

Viðar Örn hefur komið við sögu í 12 leikjum í deild og bikar fyrir KA í sumar og hefur ekki skorað ennþá.

Bjarni talaði um að ef meiðsli Jóns Vignis séu alvarleg þá þyrfti félagið að skoða að styrkja miðvarðarstöðuna þar sem Alexander Clive Vokes er á leið út í skóla.
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Athugasemdir
banner
banner
banner